Flokkaskipt greinasafn: 2017

Alltaf í vinnunni

Gleði ríkir hölum hjá
hlýnar sérhver skrokkur
fagran mig mun sjálfsagt sjá
sólarstrandarflokkur
hér því eflaust mikið má
markaðssetja okkur.

Auglýsingar

Foreldrakvæði

Minningar um margar bakka
man hve æskutaug er sterk,
foreldrar oft fræða krakka
frá þeim streymir viskan merk,
lífið á ég þeim að þakka
og þokki minn er kraftaverk.

Ætíð vildi að metta maga
móðir blíð með hjartaró
angist barns tókst æ að laga
indæl huggar sálir nóg,
gæskan oftast segin saga
samt mér gleymdi út í mó.

Átti glaður æsku besta
æ mér reyndist tíðin góð,
víst mér sýndu velvild mesta
og vetrarstundin oft var hljóð,
en inn á milli heys og hesta
hugur pabba alltaf stóð.

Ei mig þurfti oft að skamma
angan ljúfa sem ég var,
út í móa ennþá þramma
á ég stundir góðar þar,
afmæli á elsku mamma
því óska henni gæfu snar.