Flokkaskipt greinasafn: Ferðalög

Komin til landsins

Létt í bragði lífsins verð
liðka bak og hupp
glettnir sumir fyrir ferð
fimir hita upp.

Flugstöð þreytir flesta hér
fárra þykknar geð,
en litlu börnin leika sér
ljúf þar bolta með.

Eftir flug og ferðartoll
fórum út á ný
kveljast smá með kuldahroll
krakkar rútu í.

Auglýsingar