Flokkaskipt greinasafn: Ferðalög

14/11 Millilendingin

Rættist draumur roskins manns,
rugli öllu frestum,
saman hjónin súludans
sýnd’ í þýskum lestum.
20151114_111334

Auglýsingar

13/11 Ársælsríma

Gunnhildi hjá Ársæll ör
er unaðs gestur tíður,
töfrar lífsins táp og fjör
en tyrkneskt kaffi bíður.

Öll er mæting úldið hræ
óþörf hans á vegi,
nauðsynlegt er bara bæ
brottfarar á degi.

Var svo þreytu við að kljást
vinur fékk sér kríu,
upprifinn því Ársæll sást
ekki klukkan níu.

Þegar leiknum lokið var
losnað takið hreðja
hingað að með brosi bar
bara til að kveðja.