Flokkaskipt greinasafn: Ljóð og málverk

Valgerður Gunnarsdóttir 60 ára

2015-07-17 12.34.37

Víf hér sextug víst er orðin
Valgerður svo blíð og hrein.
Fim hún grípur fiskisporðinn
flaka kann og hreinsa bein.

Dalvíkur æ glens og glaumur
geymir minninganna skrár
er því líkt og æskudraumur
á að líta Stóllinn hár.

Fljóðar litlaus föt í gráma,
forseti er hæstvirts þings,
umvafin með íhalds bláma
og undraþokka Dalvíkings.

Alþingi með örmum vefur
einlæg, staðföst, blíð og góð,
skilningsrík og hreint æ hefur
hjartalagið þessi fljóð.

Valgerður mun víða sveima
veit ég að hún skóla ann,
indæl mun því ætíð geyma
innst í hjarta Laugamann.

Öllum stundum fín er frúin
fer hún allt á hælaskóm.
Nú er allur bráðum búinn
bragurinn með  glettið hjóm.

Virðist hennar viskuforðinn
vaxa líkt og öspin bein.
Víf hér sextug víst er orðin
Valgerður svo blíð og hrein.

Auglýsingar