Flokkaskipt greinasafn: Náttúran

Sumarið kvatt

Ljúfu haustsins litlu blóm
látlaus kveðja blíð
þiggja vetrar þunga dóm
og þakka liðna tíð.

Auglýsingar

Fyrsta frostið

Fór á morgun fararkost
frostköld leið að skóla,
núna eftir næturfrost
napurt er að hjóla.

Hræðist vetur hrímað blóm
hratt ef lífi eyði,
skelfist haustsins skæða dóm
en skín samt sól í heiði.