Flokkaskipt greinasafn: Trúmál

Orð í tíma töluð

Fávíst oft er trúar tíst,
truflað getur amstrið þá,
ef þú rétta kristni kýst
kanna skalt þér boðskap smá.
Sannleiks orðin sjáðu víst
Sunnu Dóru Möller hjá,
sést hér Guði sönnum lýst
sem er vert að trúa á.

http://tru.is/postilla/2018/2/me%C3%B0-hva%C3%B0a-rokum

Auglýsingar

Trúfesta sóknarprests

Fésbókar er mikill máttur
mörgum nýtist hér og þar
Biblíu því setur sáttur
Sighvatur í hillu snar.

Samfélags- til -miðla maður
mörgum stundum biður einn,
bænheyrður og bísna glaður
bljúgur fékk því úlpu sveinn.

Öll við finnum þjáningsþytinn
þegar raunir kvelja menn,
þá treysta má að trúarritin
tilganginum þjóni enn.

Viltu lífi lofsgjörð kynna
líka næra sálar hlað,
best er þá sinn boðskap finna
í biblíu á vísum stað.